Frétt

Aðalnámskrá grunnskóla – Alm. hluti 2011

Á vef  Mennta- og menningarmálaráðuneytisins er komin almennur hluti nýrrar aðalnámskrár grunnskóla. Í formála hennar segir m.a.

Í þessari námskrá má lesa um þann ramma og aðbúnað fyrir nám og kennslu sem mótast hefur í anda gildandi laga, reglugerða og alþjóðasamninga. Innan rammans hafa verið þróaðir sex grunnþættir sem mynda kjarna menntastefnunnar. Þeir varða starfshætti, inntak og umhverfi náms á öllum skólastigum og skapa mikilvæga samfellu í íslensku skólakerfi. Þessir grunnþættir eru læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Miklu skiptir að rækta með markvissum hætti þá þekkingu, leikni og viðhorf sem styrkir getu einstaklinga í framtíðinni til að verða gagnrýnir, virkir og hæfir þátttakendur í jafnréttis- og lýðræðissamfélagi. Þessum grunnþáttum er m.a. ætlað að bæta úr því. (Aðanámskrá grunnskóla 2011 bls. 5)

Skoða aðalnámskrá grunnskóla – Almennan hluta 2011

Skrifað 04. júl. 2011.
Byggir á LiSA CMS. Advania - LiSA, Sharepoint, Veflausnir og Vefumsjónarkerfi